Laugardagsblogg
Jæja, ætli það sé ekki ágætt að blogga smá. Vikan búin að vera svona þolanleg. Fór til Köben í atvinnuviðtal hjá www.acronordic.com og eitthvað virðist ég nú vera að haga mér því að ég er boðaður í viðtal hjá þeim á ný næsta þriðjudag (viðtal númer 3). Ég fór líka í viðtal hjá www.tradimus.dk sem er svona support batterí. Ég og viðmælandi minn vorum sammála um það að ég væri í raun "overqualified" og það er líklega í fyrsta skiptið sem ég fæ slíkan dóm. Anyway, mér leist ekkert á þetta og sagði við hann að ég myndi ekki endast árið, en bauðst til að fylla skarðið á meðan ég væri að leita að vinnu. Hann ætlar að skoða það.
Að öðru leyti hefur vikan einhvern veginn flogið framhjá. Ég var með börnin síðustu helgi og það var ferlega ljúf helgi. Börnin voru í sínum besta gír og bara mjög gaman. Við kíktum í pizzu á demantsvej og svo fórum við til Kerteminde á sunnudeginum. Mjög fallegur bær og það var gaman að sjá og heyra hvað Alexander var ánægður með bæinn. Hann var alveg heillaður af gömlu húsunum.
Í kvöld fer ég í mat hjá vinum mínum hérna í Odense og hlakka bara verulega til. Í dag er svo fimleikasýning þar sem Dísa tekur þátt.
Ég læt þessum fátæklegu skrifum lokið í bili.
kv,
Arnar Thor
Að öðru leyti hefur vikan einhvern veginn flogið framhjá. Ég var með börnin síðustu helgi og það var ferlega ljúf helgi. Börnin voru í sínum besta gír og bara mjög gaman. Við kíktum í pizzu á demantsvej og svo fórum við til Kerteminde á sunnudeginum. Mjög fallegur bær og það var gaman að sjá og heyra hvað Alexander var ánægður með bæinn. Hann var alveg heillaður af gömlu húsunum.
Í kvöld fer ég í mat hjá vinum mínum hérna í Odense og hlakka bara verulega til. Í dag er svo fimleikasýning þar sem Dísa tekur þátt.
Ég læt þessum fátæklegu skrifum lokið í bili.
kv,
Arnar Thor
Ummæli